Ásgeir Sigurgeirsson er kominn í úrslit í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi á Evrópumeistaramótinu í skotfimi sem nú stendur yfir í Óðinsvéum í Danmörku.
Ásgeir hafnaði í fjórða sæti af sjötíu keppendum og keppir þar með í lokaúrslitunum sem hefjast klukkan 11.15. Þar berjast átta efstu um sigurinn.