Vítakeppnin á móti Ástralíu (myndskeið)

Vítakeppni þurfti til að knýja fram úrslit hjá Íslendingum og Áströlum í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramóts karla í íshokkí í Króatíu í dag og náði mbl.is vítakeppninni á  meðfylgjandi myndskeiði. 

Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 2:2 og var þá gripið til vítakeppni. Þar reyndist markvörðurinn Dennis Hedström bjargvættur Íslands og varði allar fjórar vítaspyrnur Ástrala. Emil Alengård skoraði úr síðasta víti Íslands á snyrtilegan hátt þar sem hann plataði markvörðinn illa. 

Emil tók fyrsta og síðasta víti Íslands en hin tvö tóku þeir Robin Hedström og Jón Benedikt Gíslason. 

Dennis Hedström.
Dennis Hedström. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert