Jón Gísla innsiglar sigurinn (myndskeið)

Jón Benedikt Gíslason innsiglaði 5:1 sigur Íslands á Serbíu í Spartova-höllinni í Króatíu í dag með marki á 59. mínútu leiksins. 

Jón slapp aleinn inn fyrir vörnina og skoraði sitt eina mark í keppninni en hann gaf þrjár stoðsendingar í leikjunum fimm. 

Félagar hans fögnuðu markinu vel enda tryggði Ísland sér bronsverðlaun í mótinu með þessum sigri. Þess má til gamans geta að sá sem flýgur á hausinn í fagnaðarlátunum er Eyfirðingurinn geðþekki Stefán Hrafnsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert