Kristján Íslandsmeistari í snóker

Kristján Helgason er hér til vinstri, Brynjar Valdimarsson til hægri …
Kristján Helgason er hér til vinstri, Brynjar Valdimarsson til hægri og yfirdómari mótsins Sverrir Garðarsson fyrir miðju. Ljósmynd/Pálmi Einarsson

Kristján Helgason var nú rétt í þessu að vinna úrslitaleik Íslandsmeistaramótsins í snóker 2013. Kristján sigraði Brynjar Valdimarsson örugglega, 9:1, og er þetta tíundi Íslandsmeistaratitill Kristjáns og jafnframt sá þriðji í röð.

Kristján heldur út til Póllands þann 26. maí næstkomandi og mun þar keppa fyrir Íslands hönd í Evrópumóti áhugamanna í snóker ásamt Bernharði Bernharðssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka