Aníta í úrslit af miklu öryggi

Aníta Hinriksdóttir komin í mark í Rieti á Ítalíu.
Aníta Hinriksdóttir komin í mark í Rieti á Ítalíu. Ljósmynd/Skjáskot

Aníta Hinriksdóttir, nýkrýndur heimsmeistari 17 ára og yngri í 800 metra hlaupi, tryggði sér í dag sæti í úrslitum 800 metra hlaupsins á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri á Ítalíu af miklu öryggi.

Aníta hljóp í dag á 2:02,62 mínútum og gjörsigraði í sínum riðli. Íslandsmet hennar er 2:00,49 mínútur frá því fyrr í sumar. Hún náði strax forystunni í sínum riðli og hljóp fyrri hringinn á ótrúlegum hraða eða 57,81 sekúndu.

Aníta á besta skráða tímann af keppendum í 800 metra hlaupinu. Hún fær nú einn frídag áður en úrslitin fara fram á laugardag kl. 15.15.

Uppfært: Keppni er nú lokið í öllum riðlum. Aníta var með besta tímann af öllum 17 keppendum í undanúrslitunum. Þjóðverjinn Katharina Trost var með næstbesta tímann en hún kom í mark á 2:03,59 mínútum og er það persónulegt met. Olena Sidorska frá Úkraínu átti þriðja besta tímann sem var 2:04,50 mínútur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert