Anton setti Íslandsmet á HM

Anton Sveinn McKee setti Íslandsmet í morgun.
Anton Sveinn McKee setti Íslandsmet í morgun. mbl.is/Golli

Anton Sveinn McKee úr Sundfélaginu Ægi setti í morgun Íslandsmet í 400 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Barcelona. 

Anton synti á tímanum 3:54,67 mínútum en eldra metið átti hann sjálfur 3:56,65 mínútur frá því á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Hann hafnaði í 27. sæti af 48 keppendum en hann var fyrirfram 35. sterkasti keppandinn miðað við fyrri árangur. 

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi synti einnig 200 metra fjórsund í morgun á 2:18,18 mínútum. Hún hafnaði í 33. sæti.

Eygló syndir 100 metra baksun á morgun og þá syndir Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH 100 metra bringusund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert