Anton ánægður með stórbætt Íslandsmet

Anton Sveinn McKee
Anton Sveinn McKee mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta var bara virkilega gaman og ég er mjög sáttur við þetta. Ég ætlaði að byrja af krafti og sjá hvað ég gæti, og það skilaði sér,“ sagði Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Ægi, en hann setti Íslandsmet í sinni fyrstu grein á HM í sundi í Barcelona á sunnudag. Greinin var 400 metra skriðsund en Anton bætti fyrra met sitt um rétt tæpar tvær sekúndur og kom í mark á 3:54,67 mínútum.

Anton hafði sett gamla Íslandsmetið á Íslandsmeistaramótinu í apríl og þá náð að bæta met sem hann deildi með Erni Arnarsyni. Nú er Anton kominn langt undir þann tíma.

Nánar er rætt við Anton í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert