Eygló í 34. sæti - Besta greinin bíður

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 34. sæti í dag.
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 34. sæti í dag. mbl.is/Ómar

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi varð í 34. sæti af 45 keppendum í 200 metra skriðsundi á HM í Barcelona í dag. Eygló synti á 2:04,66 mínútum sem er 2,22 sekúndum frá Íslandsmetinu hennar.

Eygló hefur nú keppt í þremur greinum á þremur dögum á HM. Hennar bíður 200 metra baksundið á föstudaginn en það er sterkasta grein Eyglóar.

Seinni keppandi dagsins úr röðum Íslendinga er Anton Sveinn McKee sem keppir í 800 metra skriðsundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert