Hrafnhildur í 15. sæti á HM

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir, úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, hafnaði í fimmtánda sæti í 200 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Barcelona í dag.

Hrafnhildur synti á tímanum 2:29,30 mínútum sem er lakari tími en hún var á í undanrásunum í morgun þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitunum. Þá synti hún á 2:28,12 mínútum en Íslandsmet hennar frá því í fyrra er 2:27,11.

Rikke Möller Pedersen frá Danmörku setti nýtt glæsilegt heimsmet í sama sundi en hún synti á 2:19,11 mínútum.

Hrafnhildur var með 18. besta árangurinn í greininni fyrir HM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert