Hrafnhildur komst í undanúrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir kom sér í undanúrslitin í dag.
Hrafnhildur Lúthersdóttir kom sér í undanúrslitin í dag. mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð fyrst Íslendinga til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur yfir í Barcelona. Hrafnhildur var síðust inn í undanúrslit í 200 metra bringusundi, 3/100 úr sekúndu á undan næsta keppanda.

Hrafnhildur synti á 2:28,12 mínútum en Íslandsmet hennar frá því í fyrra er 2:27,11. Hún var skráð með 18 besta tímann af 39 keppendum en varð eins og áður segir í 16. sæti í dag og komst áfram.

Hrafnhildur keppir í undanúrslitunum kl. 16 í dag að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert