„Þetta er dálítið svekkjandi. Sautjánda sæti á heimsmeistaramóti er samt ekkert slæmt. Ég ætlaði samt auðvitað að komast í undanúrslitin og það eru vonbrigði að ná því ekki.“
Þetta sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, sem varð í 17. sæti í sinni bestu grein, 200 metra baksundi, á heimsmeistaramótinu í Barcelona í gær.
Eygló var grátlega nærri því að feta í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttur frá deginum áður með því að komast í undanúrslitin en þangað komast 16 bestu. Hrafnhildur hafði orðið fyrst íslenskra kvenna til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti í 50 metra laug.
Sjá nánar umfjöllun um sundmótið og viðtal við Eygló Ósk í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.