Hrafnhildur í 13. sæti á nýju Íslandsmeti

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. AFP

Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í 13. sæti í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem fram fer í Barcelona á Spáni.

Hrafnhildur tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum þegar hún varð í 16. sæti í undanrásunum. Hún bætti þá Íslandsmet sitt í greininni þegar hún synti á tímanum 31,50 sekúndum.

Í undanúrslitunum nú rétt áðan bætti svo Hrafnhildur Íslandsmetið en hún kom í mark á 31,37, sekúndum. Glæsilega gert hjá Hrafnhildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert