Anton Sveinn Mckee varð í 26. sæti af 39 keppendum í 400 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem haldið er í Barcelona.
Tími Antons var hans annar besti í greininni, 4:23,99 aðeins 0,32 sekúndum frá Íslandsmetinu hans sem er 4:23,64, sett á ÍM 50 í fyrra.
Þar með lauk þátttöku íslenska sundfólksins á heimsmeistaramótinu. Íslendingar tóku þátt í 13 greinum. Allir bættu sig eða voru við sína bestu tíma. Fjögur Íslandsmet féllu á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir tvíbætti metið í 50 metra bringusundi, Anton Sveinn bætti metið í 400 metra skriðsundi og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í 50 metra baksundi.