Ásdís Hjálmsdóttir er eini Íslendingurinn sem keppir á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem stendur yfir í Moskvu þessa dagana og hún tekur þátt í undankeppninni í spjótkasti á föstudaginn. Úrslitin fara síðan fram á sunnudaginn og þar stefnir Ásdís á að vera ásamt 11 öðrum spjótkösturum.
„Það fer mjög vel um mig hér í Moskvu,“ sagði Ásdís við Morgunblaðið í gær en hún kom ásamt þjálfara sínum til Rússlands á laugardaginn. „Maður er aðeins búinn að venjast staðháttum hér, skoða völlinn og kynnast aðstæðum,“ sagði Íslandsmethafinn við Morgunblaðið.
Sjá allt viðtalið við Ásdísi í Morgunblaðinu í dag.