„Drillo“ gekk í burtu í miðju viðtali (myndskeið)

Egil Olsen landsliðsþjálfari Norðmanna.
Egil Olsen landsliðsþjálfari Norðmanna. AFP

Egil „Drillo Olsen“ landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu gekk út úr miðju viðtali við íþróttafréttamann á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 eftir ósigur Norðmanna gegn Svisslendingum í undankeppni HM í gærkvöld.

Íþróttafréttamaðurinn gekk hart að Olsen í viðtalinu og gagnrýni hann fyrir liðsvalið og leikaðferðina og það fór svo að lokum að Olsen gekk í burtu úr viðtalinu sem er hægt að sjá hér.

Norska pressan gagnrýnir norska liðið harðlega í dag fyrir frammistöðuna á móti Sviss og rauði þráðurinn í umfjöllun fjölmiðlanna er sá að norska liðið hafi ekkert að gera í úrslitakeppni HM í Brasilíu á næsta ári. Liðið sé einfaldlega það slakt að það verðskuldi ekki að komast áfram.

Með tapinu í gær féllu Norðmenn niður í fjórða sætið í riðlinum. Sviss trónir á toppnum með 18 stig, Ísland hefur 13, Slóvenía 12, Noregur 11, Albanía 10 og Kýpur rekur lestina með 4 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert