Dæmdir kynferðisbrotamenn mega ekki starfa innan íþróttahreyfingarinnar

Mynd tengist efni fréttar ekki beint.
Mynd tengist efni fréttar ekki beint. mbl.is/Rax

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi fyrir helgi póst á öll sérsambönd sín þar sem gert er grein fyrir nýrri grein í lögum ÍSÍ. Með henni á að koma í veg fyrir að sakfelldir kynferðisbrotamenn fái að starfa innan hreyfingarinnar.

„Með bréfi þessu vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vekja athygli sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra á nýrri grein í lögum ÍSÍ, sem samþykkt voru á Íþróttaþingi ÍSÍ í apríl sl.,“ segir í bréfinu en nýja reglan hljóðar svo:

Grein 5. a. Starfsskilyrði í íþróttahreyfingunni
Óheimit er að velja einstakling sem vitað er til að hafi hlotið refsingu vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar.“

Þessi kafli almennra hegningarlaga fjallar um allar hliðar kynferðisbrota en í honum eru greinar 194-210.

Þetta snýr því ekki aðeins að þeim sem brjóta gegn öðrum með kynferðislegu ofbeldi heldur falla einnig undir 22. kafla hegningarlaga þeir sem særa blygðunarsemi með lostugu athæfi eða dreifa klámi svo eitthvað sé nefnt.

Í niðurlagi bréfins frá ÍSÍ segir: „ÍSÍ hvetur sambandsaðila sína og aðildarfélög þeirra til að framfylgja þessum starfsskilyrðum í öllum þáttum starfsemi sinnar og gera einnig sömu kröfur til allra samstarfsaðila sinna sem starfa á einn eða annan hátt með skjólstæðingum íþróttahreyfingarinnar, eins og t.d. líkamsræktarstöðva.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert