Vikan sem er senn á enda hefur verið ansi viðburðarík hvað þjálfara varðar. Það er búin að vera hálfgerð rússíbanareið í þjálfaramálunum en ´ Guðmundsson, Bjarni Guðjónsson, Ólafur Jóhannesson, Gunnlaugur Jónsson, Logi Ólafsson og Lars Lagerbäck hafa allir verið á milli tannanna á íþróttaáhugamönnum síðustu daga.
Það verða að teljast risastór tíðindi að Guðmundur Þórður Guðmundsson verður ráðinn næsti þjálfari karlalandsliðs Dana í handknattleik en tilkynnt verður um ráðningu hans í Bröndby-höllinni í Danmörku á mánudaginn.
„Eggið að kenna hænunni“ kunna einhverjir að segja en segja má að Danir hafi kennt Íslendingum að spila handbolta, sem af mörgum hefur verið nefndur þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Það var Valdimar Sveinbjörnsson sem kynnti manna fyrstur handboltann hér á landi árið 1921 en hann var þá nýkominn heim úr námi við íþróttakennaraskóla Danmerkur þar sem hann lærði íþróttina.
Sjá viðhorfsgrein Guðmundar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.