„Við viljum ekki vera ferðaskrifstofa“

Eyleifur Jóhannsson.
Eyleifur Jóhannsson. Ljósmynd/Aalborg SK

Ekki hefur farið mikið fyrir Eyleifi Jóhannssyni sundþjálfara í fréttum hér á landi. Hann hefur verið yfirþjálfari hjá Aalborg svömmeklub í sex ár og rifið starf félagsins upp, jafn ofan í lauginni sem utan hennar.

Félag sem var fyrir fáeinum árum sjötta til tólfta besta sundfélag Danmerkur er nú orðið það besta og státar og blómlega starfi og fjölda afreksfólks, m.a. með þrjá verðlaunahafa frá Evrópu- og heimsmeistaramótum á síðustu árum. Starf Eyleifs hefur vakið verðskuldaða athygli Danmörku og var hann valinn þjálfari ársins fyrir yfirstandandi ár eftir að hafa verið valinn unglingaþjálfari Danmerkur 2011 og 2012 og aldursflokkaþjálfari ársins 2010.

Eyleifur flutti til Álaborgar árið 2007 eftir að hafa þjálfað hér á landi hjá KR, ÍA og Ægi frá 1994. Hann segist hafa þurft á nýrri áskorun að halda og því valið að fara út fyrir landsteinana. Álaborg hafi orðið fyrir valinu

„Fyrstu tvö árin fóru talsvert í að taka til innan félagsins ásamt þjálfurum liðsins, hreinsa til og breyta hugarfarinu. Eftir tvö ár hjá félaginu var ég ekki með neina sundmenn eftir af þeim sem ég byrjaði með. Eftir það snerist allt við,“ segir Eyleifur.

„ Við ætlum okkur að komast með sundmenn á stórmót, heimsmeistaramót og Ólympíuleika. Hjá okkur er ekki markmiðið að vera með á stórmótum heldur er markmiðið að komast út að vinna til verðlauna á stórmótum. Við viljum ekki vera ferðaskrifstofa,“ segir Eyleifur.

Ítarlegt viðtal við Eyleif má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert