Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann indverska heimsmeistarann Viswanathan Anand í 9. einvígisskák þeirra um heimsmeitaratitilinn. Hefur Carlsen þá fengið 6 vinninga gegn 3 vinningum Anands og nægir hálfur vinningur úr þremur síðustu skákum einvígisins til að hreppa heimsmeistaratitilinn.
Anand hafði hvítt í skákinni í dag og lék d-peði sínu fram í fyrsta leik. Hann tefldi síðan stíft til vinnings en við það myndaðist veikleiki á drottningarvængnum sem Carlsen nýtti sér og tókst að vekja upp drottningu. Anand átti þó áfram möguleika á jafntefli en eftir að hafa leikið gróflega af sér í 28. leik lagði hann niður vopnin.
Live chess broadcast powered by ChessBomb and Chessdom