Carlsen heimsmeistari

Anand og Carlsen að tafli í Chennai á Indlandi í …
Anand og Carlsen að tafli í Chennai á Indlandi í dag. AFP

Norðmaðurinn Magnus Carlsen varð í dag heimsmeistari í skák þegar hann gerði jafntefli við Indverjann Viswanathan Anand í 10. skák þeirra um heimsmeistaratitilinn. Endaði Carlsen með 6,5 vinninga en Anand 3,5 vinninga.

Skákin í dag var fjörug. Um tíma virtist Carlsen eiga góða vinningsmöguleika en þegar taflmennskunni lauk eftir 65 leiki og þá voru aðeins kóngarnir eftir á taflborðinu.

Carlsen hafði mikla yfirburði í einvíginu og vann þrjár skákir, þar af tvær með svörtu, en sjö skákum lauk með jafntefli. Carlsen, sem er 22 ára, er 20. heimsmeistarinn í skák og fyrsti Norðurlandabúinn í þeim hópi. Þetta var í fyrsta skipti frá árinu 1921 sem Rússi eða Sovétmaður var  ekki í úrslitum heimsmeistaramótsins í skák.  

Carlsen tefldi hér á landi árið 2004, þá aðeins 13 ára gamall, og aftur 2006.  Hann varð stórmeistari í skák árið 2004 og stigahæsti skákmaður heims árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka