Sóttu 37 verðlaun til Skotlands

Efst frá vinstri: Ægir Már Baldvinsson, Sverrir Örvar Elefsen, Kristmundur …
Efst frá vinstri: Ægir Már Baldvinsson, Sverrir Örvar Elefsen, Kristmundur Gíslason. Mið frá vinstri: Helgi Rafn Guðmundsson , Herdís Þórðardóttir, Erla Björg Björnsdóttir, Arnar Bragason, Svanur Þór Mikaelsson, Hrafnhildur Rafnsdóttir, Bjarni Júlíus Jónsson, Karel Bergmann Gunnarsson. Fremsta röð frá vinstri: Daníel Arnar Ragnarsson, Adda Paula Ómarsdóttir, Ástrós Brynjarsdóttir, Daníel Aagard Nielsen Egilsson, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Kolbrún Guðjónsdóttir. Ljósmynd/TKÍ

Ísland náði frábærum árangri á Opna skoska mótinu í tækvondó en íslenski hópurinn vann samtals til 37 verðlauna og varð í 2. sæti af yfir 40 liðum í heildarstigakeppninni.

Íslenski hópurinn, sem taldi 17 manns, fékk 18 gullverðlaun, 11 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun. Keppendur Íslands komu úr Keflavík, Aftureldingu og Björkunum, og keppt var í bardaga, einstaklingstækni, paratækni og hópatækni.

Ísland varð í 2. sæti í heildarstigum, 1. sæti í liðakeppni í tækni og í 2. sæti í liðakeppni í bardaga. Það var liðið Manchester Sport sem bar sigur úr býtum í heildarstigakeppninni og bardaga en það lið skartaði rúmlega 40 keppendum, meira en tvöfalt fleirum en Ísland.

Árangur Íslendinganna má sjá hér að neðan:

Adda Paula Ómarsdóttir – Silfur í einstaklingstækni, gull í paratækni

Arnar Bragason – Silfur í bardaga

Ágúst Kristinn Eðvarðsson – Gull í bardaga og silfur í einstaklingstækni.

Ástrós Brynjarsdóttir – Gull í bardaga, gull í einstaklingstækni, gull í paratækni

Bjarni Júlíus Jónsson – Gull í bardaga, brons í bardaga, brons í bardaga og brons í hópatækni

Daníel Aagard Nielsen Egilsson – Gull í bardaga, gull í bardaga og gull í einstaklingstækni

Daníel Arnar Ragnarsson – Brons í einstaklingstækni

Erla Björg Björnsdóttir – Gull í bardaga og silfur í bardaga

Helgi Rafn Guðmundsson – Gull í einstaklingstækni og silfur í bardaga

Herdís Þórðardóttir – Gull í bardaga

Hrafnhildur Rafnsdóttir – Brons í bardaga

Karel Bergmann Gunnarsson – Silfur í bardaga, Silfur í einstaklingstækni og silfur í hópatækni

Kolbrún Guðjónsdóttir – Gull í einstaklingstækni

Kristmundur Gíslason – Gull í bardaga og silfur í hópatækni

Svanur Þór Mikaelsson – Gull í bardaga, gull í paratækni, silfur í einstaklingstækni og brons í hópatækni

Sverrir Örvar Elefsen – Gull í bardaga, gull í paratækni, silfur í hópatækni og brons í einstaklingstækni.

Ægir Már Baldvinsson – Gull í bardaga, silfur í einstaklingstækni, brons í bardaga og brons í hópatækni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert