Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er íþróttamaður ársins 2013. Þetta var tilkynnt á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Gullhömrum nú í kvöld.
Gylfi var í lykilhlutverki í landsliðinu í knattspyrnu sem komst í umspilið fyrir heimsmeistaramótið og gerði útslagið í nokkrum leikjanna. Hann skoraði fjögur mörk í undankeppninni, meðal annars sigurmörk í tveimur útileikjum, og lagði upp fimm mörk til viðbótar.
Gylfi lék hátt í 50 leiki með Tottenham síðasta vetur og hefur á þessu tímabili spilað 22 leiki í öllum mótum.
Í öðru sæti var Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, og í þriðja sæti var handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, en efstu tíu sætin má sjá hér að neðan.
1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig
2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig
3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig
4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig
5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig
6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig
7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig
8. Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra – 62 stig
9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig
10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig.
11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig
12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig
13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig
14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig
15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig
16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig
17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig
18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig
19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig
20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig
21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig
22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig
23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig