Skotíþróttakappinn Ásgeir Sigurgeirsson vann eina viðureign og tapaði einni þegar lið hans TSV Ötlingen mætti SpSchAbtl í þýsku 1. deildinni í loftskammbyssuskotfimi um helgina.
Ásgeir skoraði 383 stig í fyrri viðureign liðanna á laugardaginn og tapaði þá gegn andstæðingi og þurfti Ötlingen að lúta í gras einnig sem lið.
En í gær vann Ásgeir sína viðureign með sama skori og þá hafði Ötlingin betur í viðureign liðanna, 4:1.