Ásgeir með gull og Íris bætti Íslandsmetið

Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson. mbl.is/Golli

Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í loftskammbyssu á alþjóðlega mótinu Inter-Shoot í Hollandi í dag. Hann komst í úrslit með frábæru skori, 588 stigum, aðeins einu stigi frá Íslandsmeti sínu. Í úrslitunum skoraði hann 203,9 stig en næsti maður var með 198,6 stig.

Íris Eva Einarsdóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, loftriffilsskytta, bætti eigið Íslandsmet á sterku alþjóðlegu móti í Hollandi. Hún varð í 9. sæti og aðeins 0,1 stigi frá því að komast í úrslit átta efstu. Gamla metið sem hún setti í desember var 403,6 en hún náði núna 409,4 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert