Víkingar bikarmeistarar í borðtennis

Bikarmeistarar Víkings.
Bikarmeistarar Víkings.

Víkingar sigruðu lið frá KR (KR-Pardus), 4:3, í úrslitaleik í bikarkeppni Borðtennissambands Íslands, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla í dag.

<br/><br/>

Lið Víkings skipuðu Eyrún Elíasdóttir, Daði Freyr Guðmundsson og Magnús K. Magnússon. Í liði KR-Pardus voru Aldís Rún Lárusdóttir, Einar Geirsson og Hlöðver Steini Hlöðverssson.

<br/><br/>

Í úrslitaleibnum vann Einar Daða 3:2 og Magnús vann Hlöðver 3:0. Aldís vann Eyrúnu 3:2 og Víkingar unnu tvíliðaleik karla 3:0. Aldís og Einar sigruðu svo Eyrúnu og Magnús 3:2 í tvenndarkeppni og staðan 3:2 fyrir KR. Víkingar unnu tvo síðustu tvo einliðaleikina þar sem Magnús vann Einar 3:1 og Daði vann Hlöðver 3:1 í 7, og síðasta leiknum. Niðurstaðan því 4:3-sigur Víkinga.

<br/><br/>

Í undanúrslitum lagði lið Víkings lið KR-Alfa (Sigrún Ebba Tómasdóttir, Gunnar Snorri Ragnarsson og Pétur Marteinn Tómasson) 4:1 en KR-Pardus vann mæðginin í KR-Kvisti (Guðrún Gestsdóttir, Pétur Gunnarsson, Skúli Gunnarsson) 4:2.

Verðlaunahafarnir í bikarkeppninni.
Verðlaunahafarnir í bikarkeppninni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert