Tilbúin í gott hlaup

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Golli

„Allar æfingar hafa gengið samkvæmt áætlun og hún er tilbúin í gott hlaup og hlakkar til að keppa við þær sem eru betri á pappírunum,“ segr Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur hlaupakonu úr ÍR, en þau héldu síðdegis í gær til New York þar sem Aníta tekur þátt í 800 m hlaupi á Millrose Games annað kvöld.

Anítu var boðið að taka þátt í mótinu seint á síðasta ári en það hefur verið haldið nær sleitulaust frá 1908 og er stærsta innanhússfrjálsíþróttamót sem haldið er í Bandaríkjunum ár hvert. Keppt er í glæsilegustu frjálsíþróttahöllinni vestanhafs, í Washington Heights-hverfinu á Manhattan. Þangað var mótið flutt fyrir tveimur árum en það var lengst af haldið í Madison Square Garden.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka