Ásgeir heldur á EM í Moskvu

Ásgeir Sigurgeirsson verður eflaust í baráttunni um að komast í …
Ásgeir Sigurgeirsson verður eflaust í baráttunni um að komast í 8 manna úrslitin. mbl.is/Golli

Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur verður á meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í loftbyssugreinum sem fram fer í Moskvu í næstu viku.

Ásgeir keppir í loftskammbyssu og hefur keppni á miðvikudaginn, kl. 13 að íslenskum tíma. Átta efstu keppendur komast áfram í úrslit sem hefjast síðar sama dag.

Í 8 manna úrslitunum þurrkast stigaskorið úr fyrri hluta mótsins út og keppendur mætast með útsláttarfyrirkomulagi þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Ásgeir er í dag í 15. sæti á styrkleikalista Skotíþróttasambands Evrópu en hann komst í úrslit á síðasta EM og lauk keppni í áttunda sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert