SA Íslandsmeistari kvenna í 13. skipti

SA konur eru Íslandsmeistarar í íshokkí enn eitt árið eftir öruggan sigur á deildarmeisturum Bjarnarins í kvöld, 5:0. Titill Akureyringa er sá þrettándi eftir að byrjað var að spila í þriggja liða deild.

SA skoraði snemma leiks og leit aldrei til baka eftir það. Hver sóknin á fætur annarri buldi á Bjarnarvörninni og skotum rigndi að marki þeirra. Sunnanstelpur sýndu fína baráttu og gáfust aldrei upp þrátt fyrir að komast varla fram fyrir miðju á löngum köflum í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 2:0 og sá næsti var markalaus.

Í upphafi lokaleikhlutans gerði SA nánast út um leikinn með tveimur mörkum. Undir lokin kom svo fimmta markið og SA liðið sem fyrr segir var mun sterkara á ísnum í kvöld.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Mörk/stoðsendingar:

SA: Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0, Sarah Smiley 1/3, Kristín Björg Jónsdóttir 1/0, Bergþóra Bergþórsdóttir 1/0, Sunna Björgvinsdóttir 0/2, Ragnhildur Kjartansdóttir 0/1.

Refsingar:

SA: 14 mín.
Björninn: 8 mín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert