Íshokkílandsliðið skorar á forsætisráðherra

Anna Sonja Ágústsdóttir og stöllur hennar íslenska landsliðinu í íshokkí …
Anna Sonja Ágústsdóttir og stöllur hennar íslenska landsliðinu í íshokkí skora á forsætisráðherra að mæta á landsleik Íslands og Tyrklands í Skauthöllinni í kvöld. Ljósmynd/Elvar Pálsson

Landslið Íslands í íshokkíi kvenna hefur skorað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að mæta á fyrsta leik landsliðsins í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld klukkan 20. Leikið verður við landslið Tyrklands.

Í áskorunni segir að forsætisráðherra hafi vakið lukku þegar hann mætti á viðureign Edmonton Oilers og New York Islanders í NHL-deildinni í íshokkíi þegar hann var í Edmonton í Kanada á dögunum og heimaliðið hafi unnið leikinn. Nú sé lag fyrir forsætisráðherra að mæta til leiks og styðja við bakið á íslenska landsliðinu í alvörukeppni. 

Áskorun landsliðsins:

„Kæri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 

Þann 7. mars síðastliðinn birtust fréttir í fjölmiðlum landsins um þann stórmerka viðburð sem þú varst viðstaddur og fyrirsagnir frétta herma að þú hafir vakið sannkallað lukku. Um er að ræða hokkíleik í NHL-deildinni, þar áttust við Edmonton Oilers og New York Islanders, en Oilers lögðu Islanders með 3 mörkum gegn 2. Nú er komið að heimsmeistaramóti kvenna í íshokkíi og við, kvennalandsliðið, eigum fyrsta leik annað kvöld (mánudaginn 24. mars) klukkan 20:00 gegn Tyrklandi. Þar sem mótið er haldið í Skautahöllinni í Laugardal, Reykjavík, skorum við á þig að vera viðstaddur þennan viðburð en fáar afsakanir eru teknar gildar þar sem fregnir herma að þú sért sannur íshokkíaðdáandi. 

Hlökkum til að sjá þig í stúkunni! 

Landsliðshópur íslenskra kvenna í íshokkíi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert