Karítas: Eigum mjög góðan séns gegn Spáni

„Þær eru mjög öflugar. Við hefðum alveg átt séns samt ef við hefðum haldið okkur aðeins út úr boxinu,“ sagði Karítas Sif Halldórsdóttir sem hafði í nógu að snúast í marki Íslands þegar liðið tapaði 3:0 fyrir Króatíu í B-riðli 2. deildar HM í íshokkíi í kvöld.

Karítas varði oft frábærlega í leiknum og hafði mikið að gera, ekki hvað síst vegna þess hve oft króatíska liðið var manni fleira en Ísland var til að mynda í 10 mínútur í refsiboxinu í 2. leikhluta einum.

„Þær voru bara í sókn og ég þurfti virkilega að vinna fyrir þessu í markinu. Þær eru alveg með sterka leikmenn en þetta hefði alveg getað farið betur. Það hefði verið gaman að ná einu marki inn því við unnum alveg fyrir því,“ sagði Karítas. „Ef við hefðum verið oftar 5 á móti 5 hefðum við komið honum inn,“ bætti hún við.

Ísland á næst leik við Spán annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 og Karítas segir Ísland eiga góða möguleika í þeim leik, sem skiptir sköpum ætli liðið sér að ná í verðlaun á mótinu. Nánar er rætt við Karítas í meðfylgjandi myndbandi.

Íslenska liðið fékk fjölda brottvísana í leiknum í kvöld, of …
Íslenska liðið fékk fjölda brottvísana í leiknum í kvöld, of margar að mati Karítasar. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert