Steinunn: Gerum svona mistök aldrei aftur

„Það er mjög svekkjandi að ná ekki að setja eitt mark. Þetta gekk ekki upp í dag en við eigum tvo leiki eftir,“ sagði Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir, leikmaður landsliðs Íslands í íshokkíi sem tapaði 3:0 fyrir Króatíu í B-riðli 2. deildar HM í Laugardalnum í kvöld.

Ísland var alls 18 mínútur í refsiboxinu í leiknum í kvöld en Króatar aðeins sex mínútur. Þar af fékk Ísland fimm sinnum brottvísun í 2. leikhluta.

„Þetta var allt of mikið. Þetta voru klaufabrot hjá okkur, og sum byggð á misskilningi. Við fengum tvisvar brottvísun fyrir að vera of margar á ísnum, sem við gerum aldrei aftur. Þetta á ekki að gerast. Að hafa spilað næstum heila lotu manni færri það tekur rosalega á,“ sagði Steinunn.

Hún segir breiddina í íslenska liðinu betri en hjá því króatíska sem hafi verið vopn fyrir íslenska liðið en ekki nýst nægilega vel vegna allra refsimínútnanna.

Ísland mætir næst Spáni annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 og Steinunn vonast til að stemningin á áhorfendapöllunum verði ekki síðri þá en í kvöld. Leikurinn ræður úrslitum um það hvort Ísland getur náð bronsverðlaunum á mótinu.

Nánar er rætt við Steinunni í meðfylgjandi myndbandi.

Thelma Guðmundsdóttir reynir að ná pekkinum af Mateu Klanac í …
Thelma Guðmundsdóttir reynir að ná pekkinum af Mateu Klanac í leik Íslands og Króatíu í kvöld. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka