Jónína: Þær virtust alltaf vera fyrir

Jónína Guðbjartsdóttir, aðstoðarfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í íshokkíi, var skiljanlega ósátt eftir tapið gegn Spáni, 3:0, í 2. deild heimsmeistaramótsins. Markmið liðsins var að enda á verðlaunapalli en það er ekki lengur inni í myndinni eftir þessi úrslit.

„Já þetta var mjög fúlt og ekki það sem við ætluðum okkur. Við ætluðum okkur á pall en við ætlum að enda með stæl, það verður að gera það,“ sagði Jónína við mbl.is, en lokaleikur liðsins er gegn Belgíu á sunnudag.

„Pökkurinn féll einhvern veginn ekki með okkur. Það virtist alltaf enda þannig að þær spænsku næðu að pota kylfunni í pökkinn. En við börðumst rosalega vel og ég held að leikurinn í Króatíu í gær hafi staðið í okkur. Markmaðurinn þeirra hélt ekki neinu og var að gefa frá sér pökkinn í gríð og erg en við náðum ekki að vera á undan. Þær virtust alltaf vera fyrir,“ sagði Jónína við mbl.is en nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert