FH losaði tak KR-inga

Kristján Gauti Emilsson skallar boltann en Farid Zato fylgist með. …
Kristján Gauti Emilsson skallar boltann en Farid Zato fylgist með. Kristján Gauti skoraði sigurmark FH í gær. mbl.is/Golli

Eftir fjóra tapleiki í röð gegn KR-ingum í úrvalsdeild karla kom að því að FH-ingar losuðu tak vesturbæjarliðsins þegar liðin áttust við í risaslag á Þróttarvellinum í Laugardal í gærkvöld. FH-ingar fögnuðu 1:0-sigri í miklum baráttuleik í kvöldblíðunni og skoraði Kristján Gauti Emilsson sigurmarkið seint í fyrri hálfleik. KR-ingar léku manni færri síðasta stundarfjórðunginn eftir að bakvörðurinn Haukur Heiðar Hauksson fékk að líta sitt annað gula spjald.

Það var greinilegt að liðin báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og segja má að leikurinn hafi einkennst af mikilli baráttu út um allan völl. Leikurinn náði aldrei neinu flugi og var ekki mikil skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn. Marktækifærin voru af skornum skammti en markið sem skildi liðin að skoraði Kristján Gauti með góðri kollspyrnu eftir sendingu frá hinum unga Böðvari Böðvarssyni sem fyllti skarð fyrirliðans Guðjóns Árna Antoníussonar í vinstri bakvarðarstöðunni. Kristján Gauti var gagnrýndur fyrir markaþurrð á síðustu leiktíð en þessi stórefnilegi leikmaður hefur verið á skotskónum á undirbúningstímabilinu og skoraði í leiknum á móti Fylki á dögunum.

Nánar er fjallað um leikinn sem og aðra leiki í Pepsi-deildinni í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert