Kýr ganga lausar á kastsvæðinu (Myndband)

Kastsvæðið þar sem keppt verður í sleggjukasti í 3. deild í Evrópukeppni landsliða á morgun í Tbilisi í Georgíu er skrautlegt svo ekki sé meira sagt. Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari annar tveggja fyrirliði íslenska landsliðsins skoðaði aðstæður með Hilmari Erni Jónssyni sleggjukastari sem keppir á svæðinu í fyrramálið.

Kastvöllurinn er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Dinamo leikvanginum í Tbilisi þar sem keppni í öllum öðrum greinum fer fram á EM landsliða um helgina.

Á meðfylgjandi myndskeiði sem Óðinn Björn tók upp á símann sinn má sjá kýr í lausagöngu og ýmislegt fleira áhugavert sem menn eiga ekki að venjast á kastsvæðum frjálsíþróttavalla. Svona leit kastsvæðið í það minnsta út í dag, degi fyrir keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert