„Nú er ég allavega laus við allt stress“

Hilmar Örn Jónsson er kominn í úrslit í Eugene.
Hilmar Örn Jónsson er kominn í úrslit í Eugene. mbl.is/Eva Björk

„Nú er ég allavega laus við allt stress,“ sagði sleggjukastarinn efnilegi, Hilmar Örn Jónsson, í samtali við Morgunblaðið í gær, skömmu eftir að hann tryggði sér sæti í úrslitum á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum. Hilmar Örn kastaði 6 kg sleggjunni 76,03 metra, sem er hans næstbesti árangur. Fyrsta kastið hans var ógilt en strax í næstu tilraun náði hann kastinu glæsilega.

Úrslitin leggjast vel í hann, en þau fara fram klukkan 01.00 aðfaranótt laugardags. „Þetta verða mögnuð úrslit. Það var aðalmarkmiðið að komast þangað og nú er bara að reyna að kasta sem lengst í úrslitunum og komast á pall,“ sagði Hilmar.

Nánar er rætt við Hilmar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert