Fjórir Íslendingar á HM í skotfimi

Ísland á fjóra fulltrúa á heimsmeistaramótinu í skotfimi sem sett var í kvöld í Granada á Spáni og stendur yfir fram til 20. september.

Ólympíufarinn Ásgeir Sigurgeirsson keppir í frjálsri skammbyssu á morgun og í úrslitum á þriðjudaginn ef hann nær þangað. Hann tekur einnig þátt í loftskammbyssu á fimmtudaginn.

Íris Eva Einarsdóttir, sem er á sínu fyrsta stórmóti, keppir í loftriffli á þriðjudaginn.

Hákon Þ. Svavarsson keppir í haglabyssugreininni „skeet“ en sú keppni stendur yfir í þrjá daga, 17.-19. september. Loks keppir Sigurður Unnar Hauksson í unglingaflokki í sömu grein þessa sömu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert