Íþróttaáhugamenn virtust hafa meiri áhuga á að láta Adolf Inga Erlingsson heyra það heldur en að tjá skoðun sína á leiknum, þar sem Ísland tapaði 3-1 gegn Belgíu. Eins og sjá má af þessari stuttu samantekt af tísti frá leiknum, sem merkt var með merkinu #islbel. Ummælin báru það flest, en ekki öll, með sér að áhorfendur virtust hafa meiri áhuga á lýsingu Adolfs Inga en leiknum sjálfum.
Eina sem getur bjargað Dolla frá þessari útsendingu er að tala sænsku við Heimi! #belisl
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) November 12, 2014
10 mín liðnar af seinni hálfleik og Dolli enn að átta sig á hálfleiksskiptingum #belisl
— Árni Gíslason (@AGislason) November 12, 2014
Er alltaf #TeamDolli ekki spurning. #BELISL
— Birgir Þór Harðarson (@ofurbiggi) November 12, 2014
Hættið að kvarta. Síðast þegar maður að nafni Adolf fór til Belgíu lést rúmlega prósent þjóðarinnar og konungurinn sagði af sér #BELISL
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) November 12, 2014
Hvernig nennir einhver að væla yfir Dolla/hljóðinu eða bara einhverju? #Bisland að spila vel gegn frábæru liði Belga. #BELISL
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) November 12, 2014
Við getum lent þvottavél á halastjörnu - en ekki syncað hljóðið á Dolla. #lalli #belisl #TeamDolli
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) November 12, 2014
Er hljóðið svona seint eða er það bara Dolli sem er svona mikið eftirá? #teamDolli #BELISL
— heiddi (@heidarthor) November 12, 2014
Er hljóðið búið að lagast eða er ég bara búinn að venjast því? #skjarinn #BELISL
— Ármann Ari Árnason (@armaarn) November 12, 2014
Hvor er verri í sinni vinnu? Fav fyrir Dolla að lýsa eða eða RT fyrir Lovren í vörninni? #fotbolti #belisl
— Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) November 12, 2014
Ok, það þurfa kannski ekki ALLIR að koma með sama talstöðvar/túbusjónvarps djókinn. Hvað er að gerast í leiknum?! #belisl #fotboltinet
— Guðmundur Jónsson (@gudmjons) November 12, 2014
Vonum bara að gæðin hjá Íslendingum verði betri en í Dolla :) #BELISL
— Þröstur Ingason (@throsturinga) November 12, 2014
Er Dolli að tala í síma eða dós? #confused #BELISL
— Arnar Ingi Ingason (@arnaringason) November 12, 2014
Spurning: Væru jafn margir á Dolla-vagninum á Twitter ef hann væri ekki með þetta Dolla-gælunafn? #TeamAdolf er ekki alveg jafn sexý
— Andres Jonsson (@andresjons) November 12, 2014
Djöfull er mér sama hver er hvað af þessum Belgum #TeamDolli
— Einar Matthías (@BabuEMK) November 12, 2014