Annað Íslandsmet hjá Ingu Elínu

Inga Elín Gryer
Inga Elín Gryer Ómar Óskarsson

Inga Elín Cryer  bætti eigið Íslandsmet í 400 m skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25m laug í Doha fyrir nokkrum mínútum. Hún synti á 4.11,61 mínútu og bætti fyrra met, sem hún átti sjálf, um ríflega hálfa aðra sekúndu. Þetta er annað Íslandsmetið sem Inga Elín setur á mótinu. 

Í gær bætti hún eigið Íslandsmet í 800 m skriðsundi um þrjár sekúndur. Inga Elín hafnaði í 27. sæti af 53 keppendum í undanrásum 400 m skriðsundsins í morgun.

Kristinn Þórarinsson varð í 30. sæti af 55 keppendum í 200 m fjórsundi á 2.02,24 mínútum.

Kristófer Sigurðsson hafnaði í 52. sæti í 400 m skriðsundi á 3.53,43 og Daníel Hannes Pálsson varð næstur á 3.57,25.

Hrafnhildur stórbætti eigið met

Eygló Ósk í 10. sæti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert