Heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug lauk í Doha í Katar í dag en átta íslenskir sundmenn tóku þátt í mótinu.
Alls féllu 23 heimsmet á mótinu og Brasilíumenn unnu til flestra verðlauna. Á lokadeginum í dag féllu fimm heimsmet og tvö þeirra setti sænska sundkonan Sarah Sjöström en hún sló heimsmet í 100 metra flugsundi og 200 metra skriðsundi.
Brasilíumenn unnu til flestra gullverðlauna eða sjö, Ungverjar komu næstir með sex gullverðlaun og Hollendingar unnu fimm.