Glæsilegt Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Hrafnhildur Lúthersdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í 200 metra sundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Doha í Katar í morgun.

Hrafnhildur synti á tímanum 2.22,69 mínútum og bætti eigið Íslandsmet um 1,01 sekúndu frá því í lok ágúst á þessu ári. Hún varð í 17. sæti af 42 keppendum.

Daníel Hannes Pálsson synti 200 metra flugsund á tímanum 2.02,94 mín. og bætti sig um 0,92 sek. og varð í 41. sæti af 52 keppendum.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 200 metra baksund á 2.00,07 mín. og bætti sig um 2,34 sek. og varð í 33. sæti og Kristinn Þórarinsson varð í 40. sæti af 59 keppendum í sama sundi en hann synti á 2.03,17 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert