Lyfjahneyksli skekur Rússland

Ásakanir á hendur rússneskum íþróttamönnum eru áberandi, þó ekki sé …
Ásakanir á hendur rússneskum íþróttamönnum eru áberandi, þó ekki sé fullyrt að þessi ungi maður sé einn af þeim.

Í kringum 3.000 sýni úr rússneskum íþróttamönnum hafa verið tekin á síðustu dögum af Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu (Wada), sem hóf rannsókn eftir að ásakanir birtust í þýskri heimildamynd.

Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, bauð lyfjaeftirlitinu til landsins og kveðst ætla að aðstoða það við störf sín eftir að ásakanirnar komu í ljós, en því er meðal annars haldið fram að allt upp undir 99% rússneskra íþróttamanna tækju inn ólögleg lyf.

Þá var einnig fjallað um ásakanir á hendur Alþjóða frjálsíþróttasambandinu um að hafa ekki rannsakað nógu vel blóðsýni þar sem grunur lék á lyfjanotkun, meðal annars frá þekktum breskum íþróttamanni.

Allar ásakanir á hendur rússneska frjálsíþróttasambandinu hafa verið sagðar lygar, á meðan alþjóðlega sambandið ætlaði að koma á fót eigin rannsókn á þessum fullyrðingum frá Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert