Aníta bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi

Aníta Hinriksdóttir á ferðinni met-hlaupi sínu í dag.
Aníta Hinriksdóttir á ferðinni met-hlaupi sínu í dag. mbl.is/Eggert

ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir bætti í dag eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi innanhúss á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í Kaplakrika. 

Aníta hljóp á 2:01,77 mínútum og má gera ráð fyrir því að það verði besta afrek mótsins út frá alþjóðlegum stöðlum. 

Eldra metið setti Aníta á Reykjavíkurleikunum fyrir ári en þá hljóp hún á 2:01,81 mínútum. Íslandsmet hennar í greininni utanhúss er 2:00,49 mínútur.

Aníta verður á meðal keppenda á EM innanhúss í Prag í mars. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert