Yfirburðir í Keflavík

Ástrós Brynjarsdóttir.
Ástrós Brynjarsdóttir. mbl.is/Eggert

Björn Þorleifur Þorleifsson, Selfossi, og Ástrós Brynjarsdóttir, Keflavík, voru valin keppendur mótsins og lið Keflavíkur lið mótsins á Íslandsmótinu í taekwondo sem haldið var í Keflavík í gær.

Björn vann til gullverðlauna í +80 kg. flokki en Ástrós í -55 kg. flokki yngri iðkenda.

Björn Þorleifur var á árum áður afreksíþróttamaður en meiddist árið 2009 og þurfti þá að hætta keppni en hann kom, sá og sigraði í gær og vann andstæðing sinn með yfirburðum í frábærri endurkomu sinni á keppnisgólfið. Björn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil 1993 og er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari.

Ástrós varð Íslandsmeistari um helgina í fjórða skiptið í ár. Hún er sextán ára gömul og keppti í flokki yngri iðkenda og spurð hvort það hafi komið á óvart að hún hafi verið valin keppandi mótsins svaraði hún játandi.

Rætt er við Björn og Ástrósu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert