SA komið yfir í meistaraeinvíginu á ný

Jón Benedikt Gíslason, SA, í baráttu við Viktor Svavarsson úr …
Jón Benedikt Gíslason, SA, í baráttu við Viktor Svavarsson úr SR. mbl.is/Golli

Skautafélag Akureyrar vann þriðja úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí þegar Skautafélag Reykjavíkur kom í heimsókn í kvöld. Lokatölur urðu 3:1 fyrir heimamenn sem eru nú yfir í einvíginu, 2:1. Fjóra sigra þarf til að verða meistari.

Segja má að sigurinn hafi verið sanngjarn enda áttu heimamenn í SA mun fleiri færi. Það var strákurinn frá Galveston í Texas, Ben Dimarco, sem sá um þetta fyrir SA í kvöld. Hann skoraði öll þrjú mörk heimaliðsins, hvert þeirra án stoðsendingar.

SA vann fyrsta leikinn örugglega á sunnudag, 4:0, en SR jafnaði metin á þriðjudag eftir vítakeppni. Á morgun munu liðin mætast enn og aftur en þá fer fjórði leikurinn í einviginu fram. Hefjast leikar kl 19:30 og verður spilað í Skautahöllinni á Akureyri.

Fylgst var með gangi mála í þessum þriðja leik í beinni lýsingu hér á mbl.is

60. Leik lokið.

60. mín: Mark! Staðan er 3:1 fyr­ir SA. Galveston-undrið klárar leikinn fyrir SA. Ben DiMarco skorar í autt markið með skoti frá miðju. 

55. mín: Staðan er 2:1 fyr­ir SA.  Orri Blöndal fer í refsiboxið. SR fær nú gott tækifæri á að jafna leikinn.

49. mín: Mark! Staðan er 2:1 fyrir SA. Ben DiMarco átti þetta mark gjörsamlega skuldlaust. Hann dansaði í hringi með pökkinn í kring um nánast alla varnarmenn SR og tróð honum svo einhvern veginn inn fyrir línuna. 

40. mín: Staðan er 1:1. Öðrum leikhluta er lokið. Leikurinn er enn í járnum en heimamenn í SA hafa bæði átt fleiri og hættulegri færi. Ævar Björnsson, markvörður SR, ætlar að reynast þeim erfiður ljár í þúfu. Meiri harka er að færast í leikinn og menn eru farnir að fara tíðar í refsiboxið. Mörkin komu bæði í yfirtölu.

36. mín: Mark! Staðan er 1:1 . SR-ingar skora í nánast sinni fyrstu sókn í leikhlutanum. Bjarki Jóhannesson sendir pökkinn í netið af stuttu færi eftir mikinn atgang fyrir framan mark SA. Það má telja það afrek að Bjarki hafi náð að finna glufu.

27. mín: Mark! Staðan er 1:0 fyr­ir SA. Heimamenn voru snöggir að nýta sér brotthvarf Arnþórs. Ben DiMarco skoraði eftir mikinn einleik. Áhorfendur kætast.

27. mín: Staðan er 0:0. Markið liggur í loftinu. SA er með stórskotahríð að marki SR sem nú missir Arnþór Bjarnason í refsiboxið. 

20. mín: Staðan er 0:0. Fyrsta leikhluta er lokið. Heimamenn stóðu af sér að spila manni færri í næstum fjórar mínútur, þar til SR-ingar misstu mann aí refsiboxið. Leikurinn er mjög skemmtilegur og hraður.

16. mín: Jóhann Már spilar ekki meira í leiknum þar sem hann fékk fimm mínútna refsingu og leik. Þessi dómur er mjög harður.

16. mín: Það var Daníel S. Magnússon sem fór svona illa. Hann er núna kominn út af svellinu en virðist hvorki vita í þennan heim né annan.

16. mín: Staðan er 0:0.  Fyrsta brottvísunin er komin. Jóhann Már Leifsson er sendur í kælingu eftir að hafa gjörsamlega straujað einn leikmann SR upp við rammann. Liggur hann eftir og virðist ekki ætla að standa aftur á fætur.

8. mín: Staðan er 0:0. Leikurinn er mjög fjörugur og liðin sækja á víxl. Enn hefur enginn verið sendur í refsiboxið.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Nokkur skakkaföll eru í báðum liðum. Hjá SA er Ingólfur T. Elíasson kominn úr leikbanni sem hann sætti í leik tvö og Matthías Már Stefánsson er upptekinn með U18 liði Íslands sem heldur til Taívan í fyrramálið. Svipað er upp á teningnum hjá SR frá fyrri leikjunum tveimur. Markús Darri Maack og Gabríel C. Gunnlaugsson eru fjarverandi vegna U18 ferðar en aðrir leikmenn eru heilir. 

0. Velkomin með mbl.is í Skautahöllina á Akureyri þar sem þriðji úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi hefst klukkan 19.30.

Upp­still­ing liðanna sam­kvæmt leik­skýrslu:

Lið SA: Markverðir: Rett Vossler, Ró­bert Stein­gríms­son. 1. lína: Ingvar Þór Jóns­son, Ingólfur Elíasson, Jón Benedikt Gísla­son, Stefán Hrafns­son, Ben Di­Marco. 2. lína: Orri Blön­dal, Ingþór Árna­son, Jó­hann Leifs­son (fyr­irliði), Andri Mika­els­son, Sig­urður Reyn­is­son. 3. lína: Björn Jak­obs­son, Jay LeBlanc, Sig­urður Sig­urðsson, Gunn­ar Darri Sig­urðsson, Andri Freyr Sverr­is­son. 4. lína: Hilm­ar Leifs­son, Ein­ar Valent­ine, Rún­ar Rún­ars­son.

Lið SR: Markverðir: Ævar Björns­son, Jón Guðmunds­son. 1. lína: Victor And­ers­son, Krist­inn Her­manns­son, Jón Óskars­son, Robbie Sig­urðsson, Mi­loslav Racan­sky. 2. lína: Daní­el Magnús­son, Samu­el Kraka­ver, Daní­el Magnús­son, Bjarki Jó­hann­es­son, Guðmund­ur Þor­steins­son. 3. lína: Tóm­as Ómars­son (fyr­irliði), Vikt­or Svavars­son, Styrm­ir Friðriks­son, Kári Guðlaugs­son, Arnþór Bjarna­son. 4. lína: Daní­el Mel­steð, Bald­ur Lín­dal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert