Eygló Ósk Gústafsdóttir setti í dag Norðurlandamet í 200 metra baksundi í 50 metra laug á Opna danska meistaramótinu í Esbjerg en með sundinu í dag tryggði sér einnig fyrst Íslendinga þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro árið 2016.
Hún synti á tímanum 2.09,86 mínútum og vann greinina en gamla Íslandsmetið var 2.10,34 en Norðurlandametið var 2:10,27. Þetta er líka A-lágmark fyrir bæði heimsmeistaramótið í 50 m laug sem fram fer í sumar og á Ólympíuleikana sem haldnir verða í Ríó á næsta ári.
Þetta er fimmti besti tími ársins í heiminum og þriðji besti tími sem Evrópubúi hefur náð það sem af er ári í 200 metra baksundi kvenna.
Eygló Ósk tekur nú þátt í Opna danska meistaramótinu, sem líkur á morgun. Hún synti á laugardaginn 100 metra baksund og varð í 4. sæti rétt við Íslandsmetið sitt.