Björn með flestar stoðsendingar

Björn í leiknum á móti Serbíu þar sem hann átt …
Björn í leiknum á móti Serbíu þar sem hann átt þátt í tveimur mörkum Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Róbert Sigurðarson hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu tveimur umferðunum í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal.

Björn hefur gefið fjórar stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum og slíkt hið sama hefur Marko Sretovic frá Serbíu. Björn hefur auk þess skorað eitt mark.

Emil Alengård er í 8. sæti listans með tvær stoðsendingar en hann hefur auk þess skorað eitt mark. Ísland hefur skorað sjö mörk og hafa þau dreifst á milli sjö leikmanna.

Markvörðurinn Dennis Hedström er í fjórða sæti yfir bestu markvörsluna en hann hefur fengið á sig fimm mörk og er með 90,74% markvörslu.

Jónas Breki Magnússon er í öðru sæti yfir þá leikmenn sem oftast hafa fengið brottvísanir. Jónas Breki hefur verið út af í refsingu í 18 mínútur en í eitt skipti fékk hann 10 mínútna dóm.

Emil Alengård (t.v.) fagnar marki.
Emil Alengård (t.v.) fagnar marki. mbl.is/Ómar Óskarsson
Dómararnir á HM vilja að Jónas Breki haldi sig á …
Dómararnir á HM vilja að Jónas Breki haldi sig á mottunni. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert