Hinn tuttugu ára gamli Kristmundur Gíslason úr Keflavík keppti í dag á HM í taekwondo sem fram fer í Tsjeljabinsk í Rússlandi.
Kristmundur, sem keppir í -74 kg flokki, mætti Samuel Morrison frá Filippseyjum í sínum fyrsta bardaga, í 64-manna úrslitum. Morrison fór með sigur af hólmi, 8:6, og vann einnig sigur á Bretanum Andrew Deer í 32-manna úrslitum, 16:14. Hann féll svo úr leik í 16-manna úrslitunum.
Meisam Rafiei féll einnig úr leik í 64-manna úrslitum í gær, í -58 kg flokki.
Þriðji og síðasti keppandi Íslands á HM er Björn Þorleifur Þorleifsson sem keppir í -80 kg flokki. Hann mætir Richard Andre Ordemann frá Noregi á mánudaginn.