Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni gerir í kvöld tilraun til að bæta heimsmetið í sínum flokki í spjótkasti fatlaðra en hann er á meðal keppena á JJ móti Ármenninga á Laugardalsvelli, sem er annað mótið í mótaröð Frjálsíþróttasambands Íslands.
Helgi, sem er bæði heims- og Evrópumeistari í sínum flokki, kastaði 52,69 metra á fyrsta móti sumarsins á Selfossi um síðustu helgi, kastaði 52,69 metra, og var aðeins 5 sentimetra frá Evrópumetinu og 10 sentimetra frá heimsmetinu.
Fjölmargt af besta frjálsíþróttafólki landsins keppir á mótinu sem hefst klukkan 18 en spjótkastkeppnin hefst klukkan 19. Mótinu lýkur um klukkan 20.30.