Þrír körfuknattleiksmenn eru á meðal þeirra 10 sem þénuðu mest allra íþróttamanna í heiminum á síðustu 12 mánuðum samkvæmt tímaritinu Forbes.
Hnefaleikamennirnir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao, sem mættust í "bardaga aldarinnar" í vor, eru efstir á listanum. Mayweather þénaði langmest eða 300 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir tæplega 40 milljörðum króna! Horft er til launatekna, bónusa, verðlaunafés og áætlaðra tekna af auglýsingasamningum síðasta árið.
Athygli vekur að kylfingurinn Tiger Woods er enn á listanum þrátt fyrir að hafa hrunið niður heimslistann og misst marga öfluga bakhjarla.
Listann yfir þá 10 tekjuhæstu má sjá hér að neðan. Allan listann hjá Forbes má sjá með því að smella HÉR.
Tíu tekjuhæstu íþróttamenn heims síðasta árið: