Metin féllu og Eygló og Hrafnhildur í undanúrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Golli

Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir komust í morgun báðar í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi og settu báðar Íslandsmet í leiðinni.

Eygló fékk níunda besta tímann í 100 metra baksundi og synti á 1:00,25 mínútu en fyrra Íslandsmet hennar var 1:00,89 mínúta.

Hrafnhildur náði sjötta besta tímanum í undanrásunum í 100 metra bringusundi og synti á 1:06,87 mínútu en fyrra Íslandsmet hennar var 1:08,07 mínúta.

Þær synda báðar í undanúrslitum í dag og berjast þar um að komast í sjálft úrslitasundið þar sem átta keppa til úrslita í hvorri grein.

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert